þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæti skilað 38 milljörðum

5. febrúar 2015 kl. 10:49

Verður í hópi bestu loðnuvertíða í útflutningsverðmætum ef vel tekst til.

Það stefnir í dúndur loðnuvertíð í þetta sinn ef veiðar ganga vel. Heildarkvóti íslenskra loðnuskipa verður næstum fjórfalt meiri en veiddist á síðustu vertíð. Þá var aflinn 112 þúsund tonn en nú verða aflaheimildir íslenskra skipa liðlega 400 þúsund tonn. 

Á síðasta ári nam verðmæti útfluttra loðnuafurða tæplega 15 milljörðum króna en nú stefnir í 38 milljarða króna útflutningsverðmæti samkvæmt áætlun Teits Gylfasonar sölustjóra hjá Iceland Seafood. Í útreikningi hans er loðnuafli af erlendum skipum, sem unninn hérlendis, meðtalinn og gengið út frá því að það náist að veiða allan kvótann. Gangi þessi spá eftir verður yfirstandandi vertíð í hópi bestu loðnuvertíða sögunnar hvað útflutningsverðmæti afurða snertir mælt á núvirði. 

Sjá nánar umfjöllun í Fiskifréttum sem komu út í dag.