fimmtudagur, 24. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gáttaður á útreikningum Seðlabankans

6. janúar 2014 kl. 11:06

Samherji HF

Verkefnastjóri hjá Samherja segir bankann leggja að jöfnu ólíka söluskilmála.

„Við hjá Samherja fengum nú loks í hendur hluta rannsóknargagna Seðlabankans í máli hans á hendur okkur. Það er ekki laust við að okkur hafi brugðið við að skoða þá aðferðafræði og þá útreikninga sem þar eru viðhafðir,“ segir Sigurður Ólason verkefnastjóri hjá Samherja í bréfi til samstarfsmanna sinna á vef fyrirtækisins. 

„Seðlabanki Íslands rannsakaði útflutning Ice Fresh Seafood ehf. á tímabilinu 1. apríl 2009 til loka mars 2012. Félagið er útflutningsfyrirtæki Samherja og velti á þessu 36 mánaða tímabili um 96 milljörðum króna. Þorsteinn Már er kærður af Seðlabanka Íslands sem stjórnarmaður í Ice Fresh Seafood vegna sölu á rúmum 5.000 kg af bleikju til dótturfélags Samherja í Þýskalandi og nemur fjárhæð hinna meintu brota rúmum 2 milljónum króna eða sem samsvarar 0,002% af veltu félagsins,“ segir Sigurður. 

„Til að búa til hið svokallaða undirverð leggur Seðlabanki Íslands að jöfnu sölureikninga með mismunandi söluskilmálum inn á ólík markaðssvæði. Þessir mismunandi skilmálar gera það að verkum að í öðru tilvikinu ber söluaðilinn allan kostnað upp að dyrum kaupanda, þar með talda tolla (DDP skilmálar), en í hinu tilvikinu er það kaupandinn sem ber þann kostnað (CIF skilmálar).

Þannig er kært fyrir sölu sem gaf samkvæmt útreikningum Seðlabankans 21% lægra verð til tengds aðila en sem í raun skilaði 1% hærra verði til Ice Fresh Seafood þegar fyrirtækið var búið að greiða öll þau gjöld sem því var skylt samkvæmt söluskilmálum. Í öllum tilfellum bar Seðlabankinn saman CIF verð til tengds aðila við DDP verð til ótengds aðila til að búa til svokallað undirverð,“ segir Sigurður Ólason. 

Sjá bréfið í heild á vef Samherja.