þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gæðavottun hafin á íslenskum fiskmjölsverksmiðjum

7. október 2010 kl. 11:08

Gæðavottun fyrir íslenskan fiskmjölsiðnað stendur yfir. Nú þegar hefur framleiðsla nokkurra verksmiðja hlotið vottun. Áður en árið er liðið er búist við því að öll framleiðsla íslensks fiskmjölsiðnaðar verði vottuð, að því er Jóhann Peter Andersen, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Gæðavottunin byggist á stöðlum sem unnir voru fyrir Alþjóðasamtök fiskmjölsiðnaðarins, International Fishmeal and Fish Oil Organisation (IFFO), fyrir um ári síðan.

Til að hljóta vottun þarf að uppfylla kröfur um þrjú meginatriði, þ.e. ábyrga hráefnisöflun, rekjanleika veiða og vinnslu og síðast en ekki síst að hér sé um að ræða framleiðslu á öruggu og heilnæmu fiskmjöli og lýsi.

Á Íslandi eru starfandi 11 fiskmjölsverksmiður. Nú þegar er búið að votta fjórar þeirra, þ.e. á Vopnafirði, Seyðisfirði, Neskaupstað og Akranesi. Jóhann sagði að þrjár verksmiðjur yrðu vottaðar innan tíðar og restin á næstu mánuðum. Hann taldi að allar íslenskar verksmiðjur uppfylltu skilyrði til vottunar.