miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gefast upp á ljósátu

3. ágúst 2011 kl. 11:39

Thorshövdi, ljósátuskipið norska.

24 milljarða verkefni runnið út í sandinn

Norðmenn, sem gerðu út risaskipið Thorshøvdi á ljósátuveiðar í Suðurskautshafinu, hafa gefist upp á þessum veiðum og sett skipið á sölu. Thorshøvdi kostaði á sínum tíma litlar 900 milljónir norskar, eða um 19 milljarða ISK.

Aðalfjárfestirinn, Arne Blystad & Co, hefur hætt við verkefnið að því er fram kemur í Dagens Næringsliv. Líklegt er talið að Aker Biomarine kaupi skipið. Í heild hafa fjárfestar lagt um 1,1 milljarð NOK (um 24 milljarða ISK) í ljósátuverkefnið. Eftir ömurlega vertíð er kassinn tómur og fjárfestar hafa fengið nóg. Útgerð ljósátuskipsins skuldar um 230 milljónir NOK en vonast er til þess að salan á skipinu dugi til að borga allar skuldir.