fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Geta fiskar talað?

1. nóvember 2012 kl. 14:00

Grýtarar.

Alþjóðlegt rannsóknaverkefni að hefjast í Ástralíu á „tungumáli“ hitabeltisfiska

Geta fiskar talað? Þessi spurning hljómar kannski einkennilega en engu að síður er að hefjast alþjóðlegt rannsóknaverkefni í Darwin í Ástralíu á „tungumáli“ ákveðinna tegunda fiska í hitabeltinu.

Um er að ræða fiska sem kallast grýtarar á íslensku. Þessir fiskar gefa frá sér hljóð neðansjávar. Hver er merking hljóðanna er viðfangsefni rannsóknarinnar. Vísindamennirnir segjast ætla að freista þess að ráða dulkóðann.

Helst er talið að fiskarnir noti hljóðin í samskiptum kynjanna en einnig þegar þeir eru að verja sín svæði fyrir öðrum sjávardýrum. Vísindamennirnir segja að nota megi hljóðin til að staðsetja fiskana, annað hvort í þeim tilgangi að veiða þá eða til að hjálpa þeim þegar um er að ræða tegundir í útrýmingarhættu.