sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Geymsluréttur í ýsu og humri aukinn

19. ágúst 2010 kl. 15:14

Sjávarútvegsráðherra hefur með nýrri reglugerð heimilað að 15% af aflamarki ýsu og humars verði flutt frá fiskveiðiárinu 2009/2010 yfir á fiskveiðiárið 2010/2011.

Hér áður fyrr voru heimildir til tilfærslna, þ.e. að flytja kvóta á milli fiskveiðiára, mun ríflegri en nú er. Jón Bjarnason sjávarútvegráðherra minnkaði þessar heimildir hins vegar niður í 10% á þessu ári með þeim orðum að kerfið væri allt of sveigjanlegt. Nú hefur sveigjanleikinn verið aukinn lítillega á ný í þessum tveimur tegundum, humri og ýsu, líklega til að forðast það að ónotaðar aflaheimildir brenni inni.