laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gjald vegna ólögmæts sjávarafla: Um helmings lækkun milli ára

16. apríl 2009 kl. 10:12

Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna ólögmæts sjávarafla á fiskveiðiárinu 2007/2008. Álagningin nemur 13,2 milljónum króna en var 24,6 milljónir í fyrra, að því er fram kemur í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Hér er um tæplega helmings lækkun að ræða. Í ár var gjaldið lagt á 79 aðila sem gerst höfðu brotlegir en 92 aðilar fengu álagningu í fyrra. Hæsta einstaka álagningin í ár nemur 5,5 milljónum króna.

Sjá nánar í Fiskifréttum.