föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gjaldeyrishöft í Nígeríu hamla innflutningi á hertum fiskafurðum

20. ágúst 2015 kl. 11:00

Þurrkaðir þorskhausar frá Íslandi á markaði í Nígeríu. (Mynd: Sigurjón Arason).

Vinnsla gæti stöðvast hjá einhverjum framleiðendum rætist ekki úr

Gjaldeyrishöft í Nígeríu setja framleiðendur á hertum fiskafurðum á Íslandi í mikinn vanda. Fiskinnflytjendur í Nígeríu fá ekki bankaábyrgðir fyrir kaupum á hertum afurðum frá Íslandi. Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.  

Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku-Fiskmiðlunar hf. á Dalvík, sagði í samtali við Fiskifréttir að staðan væri mjög alvarleg. Ekki væri ljóst til hve langs tíma gjaldeyrishöftin væru. Verið væri að vinna í því að fá þessi mál endurskoðuð en vandinn væri sá að mikill gjaldeyrisskortur væri í Nígeríu. 

Fram kom hjá Katrínu að á fyrri helmingi þessa árs hefði markaðurinn í Nígeríu verið mjög góður, þótt einhverjar verðlækkanir hefðu orðið. Hún sagði einnig að ef ekki tækist að finna leiðir til að selja hertar afurðir til Nígeríu og tryggja greiðslur kynni framleiðslan hér að stöðvast hjá einhverjum framleiðendum. 

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.