sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gjaldþrot blasir við pangasius-bændum

29. ágúst 2010 kl. 11:11

Fjöldi fiskeldisbænda á Mekong-svæðinu í Víetnam er nærri gjaldþrota þrátt fyrir vaxandi útflutning vegna þess að þeir selja eldisfiskinn pangasius undir kostnaðarverði.

Fiskframleiðendur og útflytjendur kaupa kílóið af pangasius á sem samsvarar 94-97 krónum íslenskum jafnvel þótt kostnaður við eldið hafi vaxið jafnt og þétt og sé nú 97-100 krónur á kílóið.

Með þessari verðlagningu hafa fiskeldisbændur kallað yfir sig taprekstur þriðja árið í röð og margir þeirra hafa orðið að hætta rekstri.

Útflutningur á sjávarafurðum frá Víetnam var 2,45 milljarðar dollarar fyrstu sjö mánuði ársins, eða 295 milljarðar ISK, sem er 11,6% aukning frá sama tíma í fyrra. Á fyrstu sjö mánuðum ársins jókst útflutningur á eldisfiski um 8,23%.

Heimild: www.fis.com