mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gjögur kaupir Helgu RE

28. september 2012 kl. 10:53

Helga RE kom nýsmíðuð til Íslands frá Taívan fyrir þremur árum.

1.500 tonna kvóti í þorskígildum fylgir með í kaupunum.

Verið er að ganga frá kaupum Gjögurs hf. á togskipinu Helgu RE 49, samkvæmt heimildum Fiskifrétta. Seljandi er Ingimundur hf. í Reykjavík. Kvóti Helgu RE, um 1.500 þorskígildistonn, mun fylgja með í kaupunum. 

Helga RE 49 er nýlegt skip, smíðað á Taívan árið 2009. Það er 28,89 metra langt og 9,20 metra breitt og mælist 362 brúttótonn.