mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góðar söluhorfur fyrir frystar loðnuafurðir

24. janúar 2014 kl. 12:41

Loðna í lófa

Útlit fyrir að Íslendingar verði nokkuð ráðandi á mörkuðunum.

 „Söluhorfur á loðnuafurðum, bæði á heilfrystri loðnu og loðnuhrognum, eru mjög góðar og markaðir móttækilegir,“ sagði Helgi Anton Eiríksson forstjóri Iceland Seafood á markaðsdegi fyrirtækisins í síðustu viku. 

„Ennþá ríkir óvissa um endanlega aflaheimildir en við gerum okkur vonir um að Ísland standi vel að vígi á mörkuðunum. Á síðastliðnum árum hafa Íslendingar og Norðmenn heilfryst álíka mikið af loðnu hvor þjóð en nú hefur loðnukvóti Norðmanna verið skorinn mikið niður. Að auki má nefna að rússnesk heilbrigðisyfirvöld hafa sett innflutningsbann á afurðir nánast allra uppsjávarvinnslufyrirtækja í Noregi og ekki er útlit fyrir að það verði afnumið fyrir loðnuvertíðina, en stærstur hluti norsku loðnunnar hefur farið til Rússlands.  Það er því útlit er fyrir að Íslendingar verði nokkuð ráðandi á mörkuðunum fyrir loðnu að þessu sinni,“ sagði Helgi.

Þetta kemur fram í nýjustu Fiskifréttum.