sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður afli á öllum svæðum

27. apríl 2017 kl. 10:05

Netarall á Þorleifi EA 2017. Óskar og Alli vélstjóri með 144 cm þorsk úr Þistilfirði. (Mynd Tryggvi Sveinsson).

Netaralli Hafrannsóknastofnunar lokið

Netralli Hafrannsóknastofnunar lauk fyrir páska og aflinn var góður á öllum svæðum eins og við var að búast á þessum tíma, að því er Valur Bogason, verkefnastjóri rallsins, sagði í samtali við Fiskifréttir.

Niðurstöður úr rallinu liggja ekki fyrir en Valur sagði að heildaraflinn hefði verið um þúsund tonn sem er með því mesta sem veiðst hefur. „Aflinn hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár og sveiflast frá 900 tonnum og upp í þúsund tonn. Þetta er í góðu samræmi við það hvernig þorskstofninn er samsettur og stærð hrygningarstofnsins,“ sagði Valur. 

Netarallið fór fram með hefðbundnum hætti. Sex bátar tóku þátt í því víðsvegar við landið. „Í Breiðafirði fór aflinn uppundir 300 tonn sem er næstmesti afli sem hefur veiðst þar. Aflinn var svipaður og í fyrra í Faxaflóa og við Hornafjörð, en heldur minni á Selvogsbankasvæðinu. Við Eyjar veiddist aðeins meira en í fyrra en aflinn þar var svipaður og 2014 og 2015. Fyrir norðan fékkst mesti afli frá upphafi rallsins,“ sagði Valur.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.