föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður gangur í makríl og síld

6. júlí 2011 kl. 15:00

Makríll og síld (Mynd: Óðinn Magnason)

Aflinn meira blandaður en áður

Veiðar á makríl og síld ganga ágætlega að því Ingimundar Ingimundarsonar rekstrarstjóri uppsjávarskipa hjá HB Grand sagði í samtali við Fiskifréttir nú fyrir stundu. ,,Veiðarnar ganga vel og við eru að frysta aflann á fullu. Mér sýnist skipin reyndar þurfa að hafa aðeins meira fyrir veiðinni nú en á sama tíma í fyrra en þær ganga samt fínt.“

 

Ingimundur sagði að skipi hafið verið að veiðum suðaustur af landinu og aflinn væri blandaðri þar núna en þegar veiðarnar hófust. ,,Við vorum að fá nánast hreinan makríl til 2. júlí en síðan hefur verið að fást 50 til 70% af makríl en restin er síld. Mér sýnist fiskurinn líka vera að færa sig norðar. Ingunn AK er á leiðinni í land með afla sem er 70% makríll sem verður frystur á Vopnafirði,“ sagði Ingimundur.