laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Góður túr færeysks skips á Íslandsmið

27. september 2011 kl. 14:22

Toftir í Færeyjum

Mesta aflaverðmæti frá því skipið var keyp

Færeyska línuskipið Stapin landaði afla sínum í Tóftum í síðustu viku eftir árangursríka veiðiferð á Íslandsmið, að því er fram kemur í færeyskum vefmiðlum.

Stapin lagði af stað í þessa veiðiferð 14. september og aflinn varð 104 tonn og aflaverðmætið ekki undir 1,3 milljónum króna, eða um 28 milljónum íslenskra króna. Þetta er besti túr skipsins frá því það var keypt til Tófta á síðasta ári. Í aflanum var meðal annars 30 tonn af blálöngu sem seldist á 11 krónur á kílóið, eða 234 krónur íslenskar.