laugardagur, 18. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grænlendingar setja sér 100.000 tonna makrílkvóta

24. febrúar 2014 kl. 09:57

Makríll (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Alls veiddust 54.000 tonn af makríl í grænlenskri lögsögu í fyrra.

Grænlenska landsstjórnin hefur ákveðið að kvóti Grænlands vegna tilraunaveiða á makríl á þessu ári verði 100.000 tonn sem er 66% aukning frá kvóta síðasta árs. 

Þetta kemur fram á sjávarútvegsvefnum Undercurrentnews.com í dag. Þar er sagt að landsstjórnin hafi lýst því yfir að umsóknir um makrílveiðiheimildir í grænlenskri lögsögu á þessu ári hafi sannfært hana um að auka kvótann í 100.000 tonn. Áður hefur komið fram að ef öllum umsóknir sem fyrir lægju um veiðiheimildir yrði mætt þyrfti kvótinn að vera 288.000 tonn. 

Finn Karlsen hjá grænlenska sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu bendir á að miklar veiðar í grænlensku lögsögunni muni styrkja stöðu Grænlands í samningum til framtíðar um stjórn veiða úr makrílstofninum. 

Í fyrra settu Grænlendingar sér upphaflega 60.000 tonna makrílkvóta en veiðarnar námu 53.881 tonni.