þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grænlensk skip komin með á sjötta þúsund tonn af síld

10. september 2015 kl. 10:24

Norsk-íslensk síld um borð í grænlenska skipinu Tasiilaq. Mynd Þorgeir Baldursson

Átta skip hafa veitt norsk-íslenska síld í grænlenskri lögsögu lengst norður í höfum

Grænlensk skip hafa síðustu vikurnar stundað veiðar á norsk-íslenskri síld í grænlensku lögsögunni, allt norður undir 70. gráðu norður. Afli þeirra er á sjötta þúsund tonn. 

Þetta kemur fram í samantekt í nýjustu Fiskifréttum. Fyrr á þessu ári gaf grænlenska landsstjórnin út 20 þúsund tonna kvóta fyrir veiðar á norsk-íslenskri síld í grænlensku lögsögunni. Veiðarnar eru olympískar. Átta grænlensk vinnsluskip hafa stundað þessar veiðar.  

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.