mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppan bregst við Nýfundnaland

26. júní 2012 kl. 16:28

Sjötta árið í röð sem aflabrestur verður.

 

Grásleppukarlar á Nýfundnalandi eru orðnir ansi langeygir eftir því að þar í landi geri eðlilega grásleppuvertíð. Nú er ljóst að árið 2012 ætlar ekkert að bregða út af því spori sem veiðarnar hrukku í árið 2007. Það ár fór veiðin niður í 3000 tunnur, sem var órafjarri meðalveiði til áratuga. 

Eftir það hefur svo heldur betur hallað undan fæti og nú er ljóst að 2012 verður fjórða árið í röð sem gefur veiði sem er innan við 1000 tunnur.

Hinn 21. júní s.l. var búið að framleiða  í 523 tunnur á Nýfundnalandi. 

Þetta kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda. Þar segir ennfremur að svipaðar fréttir hafi heyrst frá Noregi. Löndin sem báru uppi um 95% veiðinnar á síðasta ári voru Ísland og Grænland. Ef nokkuð er mun hlutfall þeirra enn vaxa á yfirstandandi ári, segir á vefnum.