föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppuvertíðin skilaði tæpum 10.400 tunnum

15. september 2016 kl. 13:00

Grásleppa skorin. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Meðalafli á bát á veiðidag jókst um 12%

Grásleppuvertíðin gekk ljómandi vel. Veiðin á hvern dag hefur aukist en bátunum fækkaði. Alls nam veiðin um 5.500 tonnum en í fyrra veiddust 6.340 tonn, að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í samtali við Fiskifréttir, en grásleppuvertíðinni lauk formlega í ágúst síðastliðnum.

Á vertíðinni voru framleiddar 10.374 tunnur af grásleppuhrognum en vertíðin á síðasta ári skilaði 12.214 tunnum.

Bátunum fækkaði þar sem verð á hrognunum var lágt í upphafi vertíðar og markaðsaðstæður erfiðar. Að þessu sinni voru bátarnir 243 á móti 320 bátum í fyrra. Hverjum báti gekk hins vegar betur og jókst afli á dag um 12% og fór í 712 kíló. Veiðin samsvaraði um 43 tunnum á bát á vertíðinni.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.