mánudagur, 17. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Grásleppuvertíðin: Aflaverðmætið um 1,7 milljarðar

12. maí 2010 kl. 14:55

Grásleppuvertíðin hefur gengið mjög vel þegar á heildina er litið og er aflaverðmæti grásleppuhrogna nú þegar komið í um 1,7 milljarða króna að því er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Fiskifréttir sem fylgja Viðskiptablaðinu í dag.

Örn sagði að grásleppuvertíðin hefði skilað um 10.640 tunnum af söltuðum hrognum miðað við 10. maí en á sama tíma í fyrra var búið að framleiða 7.172 tunnur. Aukningin milli ára er því um 48%  ,,Í fyrra skilaði grásleppuvertíðin í heild 11.518 tunnum. Ljóst er að veiðin verður meiri í ár. Ég held þó að munurinn verði ekki svo mikill þegar upp er staðið. Þrátt fyrir mun meiri veiði á þessum tímapunkti þá verður að hafa það í huga að miklu fleiri bátar hófu vertíðina á upphafsdegi en í fyrra. Úthaldsdagar eru því mun fleiri nú,“ sagði Örn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.