mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Gríðarleg uppbygging HB Granda á Vopnafirði

11. júní 2015 kl. 11:00

Frá athafnasvæði HB Granda á Vopnafirði. (Mynd af vef HB Granda)

Fjárfestingar og viðhald 9 milljarðar kr.

Núvirði fjárfestingaverkefna og viðhalds HB Granda á Vopnafirði nema um níu milljörðum króna frá því fyrirtækið flutti stóran hluta uppsjávarstarfsemi sinnar til Vopnafjarðar þegar Tangi hf. sameinaðist fyrirtækinu 2004.

Stóru liðirnir eru uppbygging uppsjávarfrystingar, frystigeymslu og nýrrar fiskmjölsverksmiðju.

Fastráðnir starfsmenn í landvinnslu HB Granda á Vopnafirði eru 80 talsins en ársverkin eru hins vegar 120. Laun og launatengd gjöld námu tæplega 800 milljónum króna árið 2014.

Höfnin á Vopnafirði hefur í á annað hundrað milljónir kr. í tekjur á ári sem að megninu til kemur frá HB Granda. Þetta gerir bænum kleift að ráðast í hafnarframkvæmdir fyrir um 300 milljónir kr. sem fjármagnaðar verða með tekjum hafnarinnar á næstu árum.

 

Sjá nánar í Fiskifréttum í dag.