sunnudagur, 20. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

G.RUN hlaut forvarnaverðlaun VÍS

13. febrúar 2020 kl. 11:35

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, Unnsteinn Guðmundsson, einn eiganda G.RUN, Runólfur Guðmundsson, stjórnarform. G.RUN og Hafdís Hansdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu VÍS, við afhendingu verðlaunanna.

Í upphafi árs 2019 opnaði G.RUN nýja og vel útbúna fiskvinnslu þar sem öryggismálin voru sett í fyrsta sæti.

Forvarnaverðlaun VÍS voru einnig afhent í gær en verðlaunin hlýtur það fyrirtæki sem þykir skara fram úr í öryggismálum og er öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd. Að þessu sinni hlaut sjávarútvegsfyrirtækið G.RUN á Grundarfirði forvarnarverðlaunin.

Í tilkynningu frá VÍS segir að G.RUN, sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki, sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski. Í upphafi árs 2019 opnaði fyrirtækið nýja og vel útbúna fiskvinnslu þar sem öryggismálin voru sett í fyrsta sæti. Fiskvinnslan er ein sú tæknilegasta á landinu og er með eitt öflugasta brunavarnarkerfi sem völ er á. Að auki, er fiskvinnslan útbúin tæknilegum öryggis- og forvarnarbúnaði. Aðbúnaður og öryggi starfsmanna er til mikillar fyrirmyndar og endurspeglar umhyggju fyrir starfsfólkinu.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS. „Það er okkur mikill heiður að verðlauna viðskiptavini okkar sem standa sig framúrskarandi vel í öryggismálum. G. RUN á heiður skilið fyrir áherslur sínar á forvarnir og öryggismál og er svo sannarlega öðrum fyrirtækjum góð fyrirmynd.“