sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur nýr forstjóri HB Granda

21. júní 2018 kl. 16:00

Guðmundur Kristjánsson mun taka við sem forstjóri HB Granda á næstunni.

Gengið verður til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson um starfslok hans hjá fyrirtækinu.

Meirihluti stjórnar HB Granda hf. ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Á sama fundi ákvað stjórn að ráða Guðmund Kristjánsson, núverandi stjórnarformann félagsins, sem forstjóra. Í kjölfarið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gústafsson kjörinn nýr stjórnarformaður. Hann mun láta af störfum sem forstjóri Brims en hann hefur rekið útgerðarfélög í samfleytt yfir 30 ár. Rannveig Rist verður áfram varaformaður stjórnar HB Granda.

Guðmund­ur keypti nýlega stóran eign­ar­hlut Kristjáns Lofts­son­ar og Hall­dórs Teits­son­ar í HB Granda. Heild­ar­upp­hæð viðskipt­anna nam tæp­lega 22 millj­örðum króna.