laugardagur, 28. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur VE fékk hrefnu í trollið

23. júní 2008 kl. 17:55

„Þegar trollið var híft í nótt kom hvalur upp með því. Hann hafði flækst í möskvunum og var vel flæktur í þeim. Hvalurinn reyndist vera hrefna. Það æstust leikar um leið og þetta kom í ljós og byrjuðu menn strax að græja sig í að koma hvalnum inn fyrir,“ segir Þorbjörn Víglundsson skipverji á Guðmundi VE á bloggsíðu sinni.

Hrefnan var innbyrt og reyndist vera 6-7 metrar að lengd og sennilega um 5 tonn.

„Það var svo hafist handa við að skera hvalinn og fengum við ein þrjú kör af dýrindis hrefnukjöti af skepnunni. Það er það eina sem búið er að éta frá því að hrefnan kom um borð enda er þetta algert lostæti. Nú er verið að skera kjötið niður í neytendapakkningar og verður það svo fryst. Þetta verður fínt á grillið í sumar með ísköldum Tuborg,” segir Þorbjörn á blogginu.