mánudagur, 16. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Guðmundur VE landaði afla fyrir 100 milljónir króna

14. október 2008 kl. 09:55

Síðastliðinn fimmtudag landaði Guðmundur VE í Sortlandi í Noregi um 750 tonnum af frystum síldarafurðum.

Áætlað aflaverðmæti veiðiferðarinnar er um 100 milljónir króna, en bent er á það á heimasíðu Ísfélags Vestmannaeyja að erfitt er að segja með vissu hvert verðmætið er í íslenskum krónum við núverandi aðstæður á fjármálamörkuðum.

Júpíter ÞH og Þorsteinn ÞH voru við partrollsveiðar í Jan Mayen lögsögunni í síðustu viku að veiða norsk-íslenska síld. Þeir lönduðu saman um 1.800 tonnum um helgina á Þórshöfn.

Álsey VE hélt til veiða á norsk-íslenskri síld í fyrradag. Veiðar á heimasíldinni hefjast í lok október.

Því má svo bæta við að Suðurey VE landaði í síðustu viku á Grundarfirði um 100 körum af blönduðum afla.