mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hægt að stækka markaðinn fyrir þorsk

30. nóvember 2012 kl. 08:00

Þorskur á línu. (Mynd: Kr. Ben.).

Leggja þarf áherslu á viðbragðsflýti og stöðugt framboð.

,,Ég er sannfærður um að hægt er að stækka markaðinn fyrir þorsk en þá þarf að vera stöðugleiki í framboði og þjónustu. Þar er mikið verk að vinna,“ sagði Sturlaugur Haraldsson starfsmaður Ocean Trawlers Europe, stærsta sölufyrirtækis þorsks og ýsu úr Atlantshafi, í erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík á dögunum. Afurðirnar sem fyrirtækið selur eru keyptar af rússneskum útgerðarfélögum.

Sturlaugur vék m.a. að samkeppninni við tvífryst flök frá Kína og sagði að kaupendur í Evrópu væru margir hverjir orðnir þreyttir á því að þurfa að bíða kannski 4-6 mánuði frá því að þeir panta vöruna frá Kína og þar til þeir fá hana í hendur. Á þessu sviði gætu Íslendingar keppt með því að sýna viðbragðsflýti, stöðugleika og áreiðanleika í afhendingu vörunnar. 

Sjá nánari umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.