mánudagur, 30. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsta rækjuverð í Noregi í 25 ár

29. ágúst 2011 kl. 08:47

Rækja (Mynd af vef Ramma hf.)

Rækjumarkaðir eru sterkir um þessar mundir og verðið gott.

Verð á frystri iðnaðarrækju í Noregi hefur ekki verið hærra í aldarfjórðung. Innan við tíu skip eru á veiðum og aðeins þriðjungur af leyfilegum árskvóta í Barentshafi er nýttur.

 ,,Rækjumarkaðirnir eru sterkir um þessar mundir, ágæt eftirspurn og gott verð, að minnsta kosti ef miðað er við síðustu tíu árin,” segir Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma hf. í samtali við Fiskifréttir. ,,Veiðin hér heima er hins vegar frekar treg og olíukostnaður mikill,”

 Sjá nánar í Fiskifréttum.