mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsti meðalafli á bát

11. september 2015 kl. 09:18

Smábátar

Aukningin er tilkomin vegna færri báta sem stunda strandveiðar

Nýliðið strandveiðitímabil skilaði 13,6 tonnum að meðaltali á bát, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Aukningin er tilkomin vegna færri báta sem stunduðu veiðar í ár en í fyrra.  Meðaltalið er það hæsta frá því strandveiðar hófust árið 2009.

Heildaraflaviðmiðun hefur verið nánast óbreytt sl. 5 ár, eða frá 2011 þegar hún var 8.500 tonn. Á strandveiðum 2016 verður viðmiðun að lágmarki 9.000 tonn.