mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hæsti meðalafli í róðri í strandveiðum frá upphafi

8. september 2015 kl. 14:00

Strandveiðar

Meðalafli í róðri jókst um rúm 8% milli áranna 2014 og 2015

Frá því að strandveiðar hófust vorið 2009 hefur meðalafli í róðri aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð. Meðalaflinn var 575 kg sem er litlu meiri afli en á fyrstu vertíðinni en þá var aflinn 572 kg. Í fyrra var hann 531 kg og jókst hann því um rúm 8% milli vertíða að þessu sinni.

Þetta kemur fram í samantekt á vef Fiskistofu um strandveiðar 2015. Svæði A, sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshrepp til Súðavíkurhrepps, gaf mestan meðalafla i róðri á nýliðinni vertíð eða 612 kg. Næst komu bátar sem voru á svæði C með 605 kg. þá svæði B með 575 kg. og svæði D rak svo lestina með 467 kg.

Sjá nánar samantekt Fiskistofu HÉR.