sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafís 12 sjómílur frá Horni

5. júní 2018 kl. 12:51

Mikilvægt að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíssins

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíssins sem er nú 12 sjómílur frá Horni þar sem hann er næstur landi.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd laust eftir miðnætti sem tekin var klukkan 19:08 í gærkvöldi. Hún sýnir ísröndina fyrir norðan land. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fer í annan ískönnunarleiðangur síðar í dag.

Landhelgisgæslunni bárust þessar myndir frá skipi sem statt er við jaðarinn á Strandagrunni norðaustur af Hornbjargi.