mánudagur, 10. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafnarstjórn vill fjarvigtun á Flateyri

29. júlí 2008 kl. 09:43

Hafnarstjórn á Flateyri ætlar að sækja um til um til Fiskistofu leyfi til fjarvigtunar þar.

Enginn fastráðinn starfsmaður hefur verið á Flateyri síðan Fiskvinnslan Kambur hætti störfum. Starfsmenn á Ísafirði hafa sinnt vigtun.

Hafnarstjórn hefur falið hafnarstjóra að athuga hvort Fiskistofa er tilbúin til að fara í þetta verkefni, einnig að kanna hvort hugsanlega mætti fá styrk í verkefnið frá AtVest, Hafnarsambandi Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Þetta kemur fram á vef Bæjarins Besta á Ísafirði.