þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafrannsóknastofnun mælir minna brottkast

15. október 2009 kl. 10:20

Brottkast þorsks var 1090 tonn árið 2008 eða 0,79% af lönduðum afla, og er það þriðja lægsta hlutfall brottkasts tímabilið 2001-2008, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.

Brottkast ýsu var 1935 tonn eða 1,93% af lönduðum afla, og er það næst lægsta hlutfall brottkasts ýsu 2001-2008. Árlegt meðalbrottkast þorsks tímabilið 2001-2008 var 2082 tonn eða 1,12% af lönduðum afla. Meðalbrottkast ýsu var 2582 tonn eða 3,58%. Samanlagt brottkast þorsks og ýsu var 3025 tonn árið 2008, og minnkaði um rúman þriðjung frá 2007, en var að jafnaði 4665 tonn 2001-2008, eða 1,83% af lönduðum afla þessara tegunda. Í fiskum talið var brottkast þorsks 2001-2008 um 1,9 millj. fiska að jafnaði eða 3,01% af meðalfjölda landaðra fiska, en brottkast ýsu var um 4,1 millj. fiska eða 7,93%. Samanlagt brottkast þessara tegunda var því um 5,9 millj. fiska á ári að jafnaði 2001-2008.