þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hafró kortleggur búsvæði á hafsbotni

9. ágúst 2011 kl. 11:35

Kortlagning búsvæða. Mynd úr leiðangri Hafró.

Svæðin sem farið var á voru Kolluáll, Látragrunn, Víkuráll og “Hryggurinn” úti fyrir Látragrunni.

Dagana 20.-26. júní fór fram kortlagning búsvæða á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni. Við kortlagninguna voru notaðar neðansjávarmyndavélar. Markmiðið var að kortleggja stærstu botndýrategundir og botngerðir á svæðum sem þegar hafa verið mæld með fjölgeislabúnaði úti fyrir Vesturlandi og Vestfjörðum.

Tekin voru 22 snið á þessum svæðum og myndefnið barst í gegnum ljósleiðarakapal upp í skip þannig að hægt var að fylgjast beint með því sem fyrir bar á botninum á skjá inni í skipinu. Reynt var að velja sýnatökusvæði út frá ýmsum jarðfræðilegum þáttum sem komu fram á fjölgeislakortunum, eins og hryggir, holur/dældir, sethryggir, jölulrákir og kantar. Farið var á þekktar veiðislóðir, svæði sem litlar veiðar fara fram og innan friðaðs hólfs.

Þekking á búsvæðum getur svarað spurningum um hvaða hlutverki mismunandi búsvæði gegna í vistfræðilegu tilliti og hvert mikilvægi þeirra sé. Með kortlagningunni er hægt að fá upplýsingar um mikilvæg búsvæði nytjafiska, staðsetja viðkvæm svæði og svæði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill. Þannig er hægt að leggja mat á verndargildi einstakra svæða.

Sjá nánar á vef Hafró.