laugardagur, 19. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagnaður frystiskipa frá 14% til 27% árið 2011

21. febrúar 2013 kl. 09:11

Vilhelm Þorsteinsson EA (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Hagstofan birtir upplýsingar um hag uppsjávarfrystiskipa og botnfiskfrystiskipa

 

Hagnaður uppsjávarfrystiskipa fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns eða EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins var 35,7% árið 2011. EBITDA frystiskipa sem frysta botnfisk var 25,4%, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.

Hreinn hagnaður (EBT) uppsjávarfrystiskipa, samkvæmt árgreiðsluaðferð, nam 27,4% árið 2011 en 18,9% hjá botnfiskfrystiskipum. Sé miðað við hefðbundna uppgjörsaðferð er hagnaður ársins 2011 26,8% hjá uppsjávarfrystiskipum en 14,4% hjá botnfiskfrystiskipum.

Hagstofa Íslands tekur árlega saman yfirlit yfir rekstur helstu greina sjávarútvegs og gaf síðast út fréttatilkynningu í desember 2012 um hag veiða og vinnslu árið 2011. Þar voru uppsjávarveiðiskip sem frysta aflann um borð talin með frystiskipum sem frysta botnfisk. Fram hafa komið óskir um að Hagstofan birti sundurliðun á afkomunni eftir því hvort skipin veiða botnfisk eða uppsjávarfisk. Hagstofan hefur gefið út afkomutölur frystiskipaflotans eftir tegund veiða þegar slík sundurgreing hefur verið möguleg. Fjölgun uppsjávarfrystiskipa gerir Hagstofunni nú kleift að birta sundurliðaða afkomu fyrir frystiskip.