miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagnaður í sjávarútvegi jókst milli áranna 2008 og 2009

28. janúar 2011 kl. 09:57

Dragnótaveiðar (Mynd: Einar Ásgeirsson)

Heildareign 590 milljarðar í árslok 2009 en skuld 564 milljarðar

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns eða EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2008 og 2009, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.

Í fiskveiðum og vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 27,4% í 31%, í fiskveiðum úr 25% árið 2008 í 26,3% af tekjum árið 2009 og í fiskvinnslu úr 17% í tæplega 21%. Hreinn hagnaður (EBT), skv. árgreiðsluaðferð, í sjávarútvegi árið 2008 nam 22% samanborið við 19,1% hagnað árið áður. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu og á rekstri loðnuskipa á árinu 2009.
Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2009 voru 590 milljarðar króna, heildarskuldir 564 milljarður og eigið fé jákvætt um tæpa 27 milljarða.
Þessar niðurstöður eru meðal efnis í nýju hefti Hagtíðinda þar sem birtar eru niðurstöður athugana Hagstofunnar um fiskveiðar og fiskvinnslu fyrir árið 2009.
Hagur fiskveiða og fiskvinnslu 2009