þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagnast á El Ninjo

31. ágúst 2015 kl. 07:03

Fiskimjöl.

Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi á alþjóðlegum mörkuðum um þessar mundir

Hátt verð fæst fyrir fiskimjöl og lýsi á alþjóðlegum mörkuðum um þessar mundir. Aflabrestur við Perústrendur kemur evrópskum og þar með íslenskum framleiðendum til góða. Innflutningsbann Rússa gildir ekki um fiskimjöl og lýsi,að því er fram kemur á vef RÚV.

Um það bil 80 fulltrúar í Samtökum evrópskra fiskmjöls- og lýsisframleiðenda sækja ráðstefnu og aðalfund samtakanna í Vestmannaeyjum. Í samtökunum eru framleiðendur frá Evrópusambandslöndunum Danmörku, Þýskalandi, Bretlandi og Írlandi. Íslenskir, norskir og færeyskir framleiðendur hafa átt aukaaðild að samtökunum, en eru nú orðnir fullgildir.

Danir gegna formennsku í samtökunum og situr Jóhann Pálsson forstjóri FF Skagen A/S í forsæti. Hann segir að innflutningsbann Rússa hafi ekki haft nein áhrif á sölu á mjöli og lýsi því afurðirnar séu ekki á bannlista Rússa. Hins vegar gæti bannið haft þau áhrif að meira verði brætt af uppsjávarfiski, þar sem fiskur til manneldis fellur undir bannið.

Jóhann segir að mjöl og lýsi seljist vel um þessar mundir og verðið sé hátt. Aflabrestur varð í Perú, sem er stór framleiðandi á heimsvísu, og hann kom evrópskum framleiðendum til góða. Sjá nánar á vef RÚV.