þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagsmunaðilar telja óhætt að veiða meira

14. júní 2012 kl. 10:00

Skip í Reykjavíkurhöfn

Segja aflaregluna túlkaða alltof þröngt.

Talsmenn hagsmunasamtaka útgerðar, sjómanna og smábátaeigenda telja allir að óhætt sé að leyfa meiri þorskveiðar á næsta fiskveiðiári en Hafrannsóknastofnun leggur til.

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ telur að aflamark upp á 220 þúsund tonn væri engin goðgá. Núverandi aflaregla tæki ekki tillit til þess að góðir árgangar væru að koma inn í þorskstofninn. Engin áhætta væri tekin þótt veiðihlutfallið væri 20-25% við þessar aðstæður en stað 18% nú. 

Árni Bjarnason forseti Farmanna – og fiskimannasambandsins tekur í sama streng og nefnir sem dæmi um hina miklu þorskgengd á miðunum að togarar verji ekki nema nokkrum klukkutímum í að ná í þorskskammtinn sem þeim sé úthlutað í hverri veiðiferð. Auk þess sé full ástæða til að endurskoða karfaúthlutunina. 

Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir tillögur Hafrannsóknarstofnunar um veiðar á þorski og ýsu alltof lágar og valdi vonbrigðum. Að hans mati er óhætt að veiða 230 þúsund tonn af þorski og 50 þúsund tonn af ýsu.

Sjá nánar viðtöl við Friðrik, Árna og Örn í nýjustu Fiskifréttum.