þriðjudagur, 26. október 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hálft tonn af kókaíni falið í fiskfarmi

18. október 2010 kl. 12:27

Lögregluyfirvöld í hafnarbænum Marín í Galisíuhéraði á vesturströnd Spánar hafa lagt hald á 513 kíló af kókaíni sem falin voru í frystum fiskfarmi í skipi sem kom frá Ekvador í Suður-Ameríku.

Gámurinn með fiskinum og eiturlyfjunum hafði staðið á hafnarbakkanum í nokkra daga þegar tollayfirvöld uppgötvuðu smyglið. Enginn hefur verið handtekinn ennþá.

Smygl á eiturlyfjum frá Suður-Ameríku til Spánar er viðvarandi vandamál. Fyrr á þessu ári fundust 300 kíló af kókaíni í gámi og í vor var lögð fram ákæra á hendur 50 mönnum sem taldir eru viðriðnir eiturlyfjasmygl frá Suður-Ameríku.