þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hámarkshraði á kælingu aflans

29. september 2016 kl. 13:00

Rifsnes SH.

Tvö skip á Rifi útbúin Optim-Ice ísþykknikerfi.

Hraðfrystihús Hellissands hefur gengið frá kaupum á tveimur fullbúnum Optime-Ice ísþykknikerfum frá Optimar KAPP. Kerfin hafa verið sett í skipin Örvar SH og Rifsnes SH sem eru í eigu Hraðfrystihúss Hellissands.

,,Með þessum ísþykknikerfum fáum við hámarkshraða á kælingu afla Örvars SH og Rifsness SH. Það er mikilvægt að kæla aflann hratt og vel fyrstu klukkustundir eftir veiði því það lengir geymsluþol hans verulega. Optime-Ice kerfin eru mjög öflug og með þessum kaupum erum við að velja gæði og rekstraröryggi. Það er stór þáttur í gæðakerfinu hjá okkur að geta útvegað viðskiptavinum okkar ferskari og betri fisk,” segir Ólafur Sigmarsson, framleiðslustjóri hjá Hraðfrystihúsi Hellissands.