mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Harðfisksetur á Flateyri!

26. júlí 2011 kl. 17:05

Minjasjóði Önundarfjarðar afhent elsta hús bæjarins

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að afhenda Minjasjóði Önundarfjarðar gamla pakkhúsið á Flateyrarodda til varðveislu, viðhalds og notkunar, að því er fram kemur á vef bb.is. Á síðasta fundi ráðsins var tekið fyrir bréf frá sjóðnum er varðar flutning og fyrirhugaða staðsetningu þess og framtíðarnotkun. Fyrirhugað er að opna harðfisksetur í húsinu. Að sögn Jóhönnu Kristjánsdóttur, formanns sjóðsins, er sú vinna á byrjunarstigi og eingöngu hægt að segja að hugmyndavinnan sé búin. Ráðgert er að vinna við húsið hefjist af fullum krafti eftir að það hefur verið flutt.

Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti fyrir fjórum árum að pakkhúsið á Flateyri yrði fært af athafnarsvæði á Flateyrarodda yfir á lóð Hafnarstrætis 2 á Flateyri. Enn hefur þó ekki orðið af því þrátt fyrir að veittur hafi verið styrkur frá AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi til þeirrar framkvæmdar. Svarta pakkhúsið er líklega elsta húsið á Flateyri, en það ku vera byggt um miðja 19. öld, segir ennfremur á bb.is