föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hausar safnast upp hérlendis

5. febrúar 2016 kl. 12:12

Þurrkaðir þorskhausar í Nígeríu. (Mynd: Sigurjón Arason)

Erfiðleikar í sölu á þurrkuðum afurðum á Nígeríumarkaði vegna gjaldeyrisskorts.

„Við finnum fyrir því að gjaldeyrir er af skornum skammti í Nígeríu. Kaupendur okkar eiga í erfiðleikum með að fjármagna innkaup en á sama tíma eru aðrir að reyna að komast inn í viðskiptin. Við förum alltaf fram á staðgreiðslu. Það hefur dregið úr afhendingarhraðanum og á meðan safnast birgðir upp hjá okkur,“ sagði Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri framleiðslu- og sölumála hjá Þorbirni hf. í Grindavík, en fyrirtækið rekur ásamt Vísi hf. í Grindavík fiskþurrkunarfyrirtækið Haustak sem er með tvær verksmiðjur, aðra á Reykjanesi og hina á Egilsstöðum. 

Fram kemur í máli Gunnars að vandræðin hafi byrjað um mitt síðasta ári en fóru svo að ágerast eftir því sem á árið leið. Ekki hefur þó alveg lokast fyrir þessi viðskipti.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.