þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustrallið: Gott ástand þorskstofnsins

25. nóvember 2013 kl. 14:55

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Stofnmælingin gefur svipaða mynd og fékkst í stofnmati síðastliðið vor.

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (haustrall) fór fram í 17. sinn dagana 1. október – 4. nóvember sl. Niðurstöðurnar eru að mestu í samræmi við væntingar og vísitölur yfirleitt mjög svipaðar því sem var árið 2012. Stofnmælingin gefur svipaða mynd af ástandi þorskstofnsins og fékkst í stofnmati í vor. Vísbendingar eru um heldur meiri afrakstursgetu ýsustofnsins en samkvæmt stofnmati í vor. Hins vegar eru vísbendingar um enn einn lélegan árgang, þann sjötta í röð.

Heildarvísitala þorsks hefur farið vaxandi síðastliðin 6 ár og mældist nú sú hæsta frá 1996 er farið var í fyrstu stofnmælinguna að haustlagi.  

Vísitala ársgamals þorsks, þ.e. árgangsins frá 2012 er yfir langtímameðaltali haustrallsins. Vísitölur tveggja, fjögurra og fimm ára þorsks, árganganganna frá 2008, 2009 og 20111, mældust einnig háar, en vísitala þriggja ára fisks, þ.e. árgangsins frá 2010, er rétt undir meðallagi. 

Fyrstu vísbendingar um 2013 árganginn gefa til kynna að hann sé lítill en meira er yfirleitt ekki hægt að segja út frá vísitölu yngsta árgangs í stofnmælingu að hausti. 

Sjá niðurstöðurnar í heild á vef Hafrannsóknastofnunar.