þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Haustrallið hafið

7. október 2013 kl. 09:19

Bjarni Sæmundsson í félagsskap Hörpu. (Mynd af vef Hafró).

Togað á 387 stöðvun allt í kringum landið.

Stofnmæling botnfiska að haustlagi (SMH) hófst 1. október í 18. skipti. SMH er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunar, þar sem togað er á 387 stöðvum allt í kringum landið á einum mánuði (sjá kort). Bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, taka þátt í verkefninu.

Rannsóknasvæðið miðast við landgrunn Íslands, allt niður á 1500 m dýpi. Eins og fyrr felast rannsóknir um borð í því að mæla allan afla sem fæst og safna kvörnum til aldursgreininga, þar sem sérstök áhersla er lögð á mælingar á grálúðu, djúpkarfa, þorski og ýsu. Ástand fiska er rannsakað og fæða greind úr mögum. Tekin eru ýmis konar sýni til frekari skoðunar í landi, t.d. til mengunarmælinga og vegna háskólakennslu sem starfsmenn stofnunarinnar tengjast.

Leiðarlínur rannsóknaskipanna eru uppfærðar reglulega á www.hafro.is.

Verkefnisstjóri er Kristján Kristinsson.