þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HB Grandi búinn með helming loðnukvótans

8. febrúar 2011 kl. 17:58

Faxi RE. (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Brætt er af krafti í fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi.

Mikil vinna hefur verið í fiskimjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi að undanförnu. Síðustu vikurnar hefur loðna verið brædd í verksmiðjunni. Faxi landaði báðum megin við helgina, fullfermi um 1500 tonnum í hvort skipti, því fyrra á föstudag og því seinna í morgun.

Þetta kemur fram á vef Skessuhorns. Haft er eftir Ingimundi Ingimundarsyni í uppsjávardeild HB Granda að búið sé að veiða rétt rúman helming af 47 þúsund tonna kvóta fyrirtækisins. Ingimundur segir að langt sé komið með að frysta upp í gerða samninga, en boðað verkfall í verksmiðjunum þann 15. febrúar gæti haft þau áhrif að hrogn yrðu lítið sem ekkert fryst á vertíðinni.