föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

HB Grandi langkvótahæstur

1. september 2009 kl. 16:37

HB Grandi er langkvótahæsta útgerðin á Íslandi við upphaf nýs fiskveiðiárs sem hefst í dag. Kvóti fyrirtækisins í íslenskri lögsögu 25.033 þorskígildistonn (þíg) eða 9,62% af heild. Næst á eftir kemur Brim með 17.402 þorskígildistonn eða 6,69% af heild.

Í þriðja sæti er Þorbjörn hf. með 14.024 þíg. og 5,39%, fjórði Samherji með 13.269 þíg. eða 5,10% og fimmta útgerðin er FISK Seafood með 12.318 þíg. sem er 4,73% af heildarkvótanum innan lögsögunnar.

Veiðar á fiskistofnum sem ganga inn og út úr lögsögunni og lúta samningum við aðrar þjóðir, svo sem norsk-íslensk síld og úthafskarfi, eru ekki inni í þessum tölum og heldur ekki veiðar í Barentshafi.

Nánar má sjá kvótaúthlutunina á vef Fiskistofu