miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefðbundin hegðun loðnunnar miðað við árstíma

7. janúar 2009 kl. 10:29

Skipshöfnin á loðnuskipinu Faxa hefur verið að finna loðnu af og til í alla nótt eftir að hennar varð fyrst vart norðaustur af landinu í gær. Á Berki NK hafa menn líka verið að finna loðnu á svipuðum slóðum en skipin eru að leita að loðnu í samvinnu við Hafrannsóknarstofnun.

Skipstjórinn á Faxa sagði í morgun að í fljótu bragði virtist loðnan vera að haga sér á hefðbundinn hátt miðað við árstíma og ef búið hefði verið að úthluta byrjunarkvóta væru menn sjálfsagt búnir að fylla skipið. Slíkum kvóta hefur hins vegar ekki verið úthlutað því mælingar Hafró á stofninum í haust gáfu ekki tilefni til þess. Sjómenn eru nú bjartsýnir í ljósi þessara nýju frétta.

www.visir.is greindi frá.

Á vef Hafrannsóknastofnunar er unnt að sjá í rauntíma ferðir leitarskipanna fjögurra. Sjá HÉR