föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefur smíðað 3.500 flöskuskip

10. maí 2013 kl. 08:00

Flöskuskip.

Norskt safn með flöskuskipum ratar í heimsmetabók Guiness

Kjell Birkeland frá borginni Arendal í Noregi hefur smíðað meira en 3.500 flöskuskip. Safnið hans hefur ratað í heimsmetabók Guiness sem stærsta safn sinnar tegundar.

Fyrir nokkrum árum gaf Birkeland skipin til bæjarsafnsins í Arendal. Nú eru 655 flöskuskip til sýnis í safninu. Restin er heima hjá Birkeland. Í sumum flöskum eru fleiri en eitt skip og landslag að auki. Stærsta flaskan inniheldur hvorki fleiri né færri en 40 skip.

Birkeland byrjaði fyrir 30 árum síðan á þessu tómstundagamni sínu. Hann varð þá fyrir áhrifum af verkum þekkts listmálar sem málaði skútur.

Frá þessu er greint í norska sjónvarpinu. Sjá myndband

http://www.nrk.no/nyheter/distrikt/sorlandet/1.11018937