mánudagur, 18. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hefur þorskurinn breyst síðan amma var ung?

27. janúar 2011 kl. 10:13

Þorskur á sundi.

Þorskur sem vex hægar og nær hærri aldri er á undanhaldi

Erfðafræðilegar rannsóknir styðja þá kenningu að tveir eða fleiri atferlishópar séu í íslenska þorskstofninum. Hlutdeild þess hóps sem vex hægar og nær hærri aldri hefur minnkað verulega.  

Þetta kom fram í erindi sem Klara B. Jakobsdóttir, doktorsnemi í sjávarlíffræði og líffræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, flutti á málstofu Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku. Yfirskrift erindisins var: Hefur þorskurinn breyst síðan amma var ung? Þar kynnti Klara rannsóknir á erfðafræðilegum breytingum á þorskstofninum við Ísland til lengri tíma litið  

Niðurstöður hennar voru meðala annars þær að í íslenska þorskstofninum væru tveir atferlishópar. Þessi niðurstaða kemur heim og saman við fyrri rannsóknir sem skiptu þorskinum í grunnfarsfisk og djúpfarsfisk. Klara sagði að sá hópur sem virtist standa saman af eldri einstaklingum og yrði seinna kynþroska hefði verið á undanhaldi síðustu áratugina. Breytt fiskveiðiálag væri líkleg skýring þótt aðrar skýringar hefðu ekki verið útilokaðar.

Sjá nánar frásögn af erindi Klöru B. Jakobsdóttur í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.