mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hegðun loðnunnar er í samræmi við mælingar

21. febrúar 2013 kl. 13:00

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson (Mynd: Einar Ásgeirsson).

Loðnan mældist á dreifðu svæði fyrir austan og norðan

 

Loðnan gengur nú mjög dreift vestur með Suðurlandinu og erfiðlega hefur gengið að veiða hana. Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræðingu á Hafrannsóknastofnun, segir í samtali við Fiskifréttir að hegðun loðnunnar sé í samræmi við stofnmælinguna í janúar og febrúar.

„Góður helmingur af heildarmælingunni á loðnustofninum var fyrir vestan. Það sem mældist fyrir austan dreifðist á mjög stórt svæði, frá 65. gráðu norður og norður undir Rifstanga eða þar um bil. Því var sýnilegt að loðnan hlyti að ganga dreift inn á svæðið suðaustur af landinu og svo vestur með Suðurlandi og það hefur komið á daginn,“ segir Sveinn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.