fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heiðveig María vann fyrir félagsdómi

Guðjón Guðmundsson
26. febrúar 2019 kl. 16:01

Sjómannafélag Íslands dæmt til hárra sekta.

Nú rétt í þessu féll dómur í félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Visir.is greinir frá þessu.

„Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi.

Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.