laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Heildarafli íslenskra skipa minnkar um rúm 8% milli ára

7. janúar 2009 kl. 12:06

mest munar um minni loðnu- og kolmunnaafla

Á nýliðnu ári varð heildarafli íslenskra fiskiskipa 1.282 þús. tonn sem er 116 þús. tonnum minna en á árinu 2007.  Mestu munar um loðnu- og kolmunnaafla, en á móti kemur aukning í síld og makríl.

Afli í helstu botnfisktegundum breyttist nokkuð milli ára.  Aukning varð á afla ufsa, karfa, keilu, löngu, blálöngu, grálúðu og gulllaxi, en minna veiddist af þorski, ýsu, steinbít og úthafskarfa en árið 2007.

Þessar upplýsingar birtast á vef Landssambands smábátaeigenda og er vísað í bráðabirgðatölur Fiskistofu. Með fréttinni fylgir þessi TAFLA.